Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. ágúst 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Þakkað fyrir eftir tvö mörk og tvær stoðsendingar
Matheus Gotler (Höttur/Huginn)
Gekk í raðir H/H fyrir tímabilið
Gekk í raðir H/H fyrir tímabilið
Mynd: Höttur/Huginn
Matheus Gotler úr Hetti/Huginn er ICE leikmaður 17. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði tvö mörk í nágrannaslag gegn KFA í umferðinni.

Leikmaðurinn er örvfættur og getur spilað fyrir aftan framherja eða á kantinum. „Hans helstu styrkleikar eru góð löpp, gott auga fyrir spili auk þess að vera mjög skapandi," segir í tilkynningu félagsins fyrir tímabilið. Matheus hefur m.a. spilað í Bandaríkjunum, Saudi Arabíu og þá lék hann á Spáni með Andre Solorzano sem er spilandi aðstoðarþjálfari Hattar/Hugins.

Matheus er Brasilíumaður sem einnig er með ítalskan ríkisborgararétt og varð hann þrítugur í gær. Hann hefur skorað sex mörk í fjórtán leikjum í sumar.

„Hann skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í leiknum," sagði Sverrir Mar í Ástríðunni.

„Hann var sturlaður og á 73. mínútu var bara 'takk fyrir þetta, komdu hérna Matti minn'," sagði Gylfi Tryggvason en Matheus var tekinn af velli eftir 73. mínútur gegn KFA.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
10. umferð - Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
11. umferð - Marteinn Már Sverrisson (KFA)
12. umferð - Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar)
13. umferð - Ivan Jelic (Reynir S.)
14. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
15. umferð - Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
16. umferð - Hjörvar Sigurgeirsson (Höttur/Huginn)
Ástríðan - 17. og 18. umferð í 2. deild - Njarðvík í Lengjuna og deildin er búin, eða hvað?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner