Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Leikmaður sem FH gæti alveg notað á næstu árum
Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
Mynd: Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Leikmaður sjöundu umferðar í 2. deild - í boði ICE - er Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður Njarðvíkur.

Úlfur er nítján ára sóknarmaður sem er á láni hjá Njarðvík frá FH. Hann skoraði og lagði upp í sigri gegn Völsungi á Þjóðhátíðardaginn.

„Frábær leikmaður sem FH-ingar gætu að mínu mati alveg notað á næstu árum," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Við höfum allir mætt í vinnuna og gert það sem á að gera. En að gera þetta á rauðum degi er annað. Við verðum að setja virðingu á það," sagði Gylfi Tryggvason.

Úlfur hefur farið vel af stað hjá Njarðvík og skorað fimm mörk í sex leikjum. Með 2. flokki FH skoraði hann sautján mörk í átján leikjum í fyrra.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Áttunda umferðin:
miðvikudagur 22. júní
19:15 Njarðvík-Ægir (Rafholtsvöllurinn)
19:15 ÍR-Haukar (ÍR-völlur)

föstudagur 24. júní
18:00 Höttur/Huginn-Völsungur (Vilhjálmsvöllur)

laugardagur 25. júní
13:00 Magni-Reynir S. (Grenivíkurvöllur)
14:00 Þróttur R.-KFA (Þróttarvöllur)
16:00 KF-Víkingur Ó. (Ólafsfjarðarvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
Ástríðan - 7. umferð - Arnar Halls hættir fyrir úrslitaleiki og toppbaráttan í 3. deild svakaleg
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner