mið 17. ágúst 2022 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Búinn að vera þeirra besti maður heilt yfir
Hjörvar Sigurgeirsson (Höttur/Huginn)
Hjörvar Sigurgeirsson.
Hjörvar Sigurgeirsson.
Mynd: Höttur/Huginn
Hjörvar Sigurgeirsson úr Hetti/Hugin er besti leikmaður 16. umferðar í 2. deild karla - í boði Ice - að mati Ástríðunnar.

Hjörvar, sem er fæddur árið 1998, gekk í raðir Hattar/Hugins frá Magna fyrir leiktíðina. Hjörvar er búinn að gera tvö mörk í tveimur leikjum á þessu tímabili.

Hann átti stórleik í 5-0 sigri gegn Reyni Sandgerði og skoraði síðasta mark leiksins.

„Hann var maður leiksins í þessum risasigri. Hann var frábær í leiknum og er vel að þessu kominn," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Hann er búinn að vera þeirra besti maður heilt yfir," sagði Sverrir.

„Hann er búinn að eiga nokkra öfluga leiki í sumar," sagði Gylfi Tryggvason en það er hægt að hlusta á Ástríðuna í heild sinni hér fyrir neðan.

Í kvöld verður 17. umferð deildarinnar leikin í heild sinni.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
10. umferð - Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
11. umferð - Marteinn Már Sverrisson (KFA)
12. umferð - Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar)
13. umferð - Ivan Jelic (Reynir S.)
14. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
15. umferð - Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
Ástríðan - 16. umferð - 3. deildin er ótrúleg en allt að skýrast í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner