Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Hann varði eins og óður maður
Ivan Jelic (Reynir S.)
Jelic í leik með Reyni í sumar.
Jelic í leik með Reyni í sumar.
Mynd: Reynir S.
Leikmaður 13. umferðar í 2. deild karla er Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerðis, en hann var frábær í 2-2 jafntefli liðsins gegn Haukum á Ásvöllum.

Jelic er 24 ára gamall og kom til Reynis frá NK Hrvace í Króatíu fyrir þessa leiktíð. Það er lið sem er í þriðju efstu deild þar í landi. Hann á að baki 41 leik í næst efstu deild Króatíu á sínum ferli.

„Hann á mikið í þessu stigi," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni. „Ivan var heldur betur maður leiksins í þeim leik, hann var geggjaður."

„Hann varði eins og óður maður. Hann er vel að þessu kominn," sagði Sverrir Mar Smárason.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í heild sinni hér fyrir neðan.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
10. umferð - Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
11. umferð - Marteinn Már Sverrisson (KFA)
12. umferð - Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar)
Ástríðan - 2. deildar special - 13. og 14. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner