Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 19. maí 2022 12:00
Ástríðan
Bestur í 2. deild: Gæðamesti maðurinn í mest sannfærandi sigrinum
2. umferð: Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
Í leik með Kórdrengjum 2020
Í leik með Kórdrengjum 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um síðustu helgi fór fram önnur umferð í 2. deild karla. Haukar, Njarðvík, Þróttur og Völsungur unnu sína leiki og þá voru tvö jafntefli.

Leikmaður umferðarinnar í boði ICE var Magnús Þórir Matthíasson sem spilar með Njarðvík. Hann skoraði úr vítaspyrnu og lagði upp þrjú mörk í sigri Njarðvíkur gegn Magna. Það er Ástríðan sem fjallar um 2.- og 3. deild karla. Í síðasta þætti voru það þeir Óskar Smári Haraldsson, Sverrir Mar Smárason og Sæbjörn Steinke sem gerðu upp aðra umferðina.

„Það koma aðrir til greina en hann lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt á 72 mínútum. Hann var langbesti maðurinn á vellinum," sagði Óskar Smári og kom inn á að Alexander Freyr Sindrason og Oumar Diouck gerðu einnig tilkall. „Hann var gæðamesti leikmaðurinn í mest sannfærandi sigrinum og vel að þessu kominn."

3. umferð:
föstudagur 20. maí
19:15 Þróttur R.-ÍR (Þróttarvöllur)
19:15 Reynir S.-Ægir (BLUE-völlurinn)
19:15 KFA-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
20:15 Magni-Höttur/Huginn (Boginn)

laugardagur 21. maí
14:00 Haukar-KF (Ásvellir)
14:00 Víkingur Ó.-Njarðvík (Ólafsvíkurvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico
Ástríðan - 2. umferð - Dalvík og Víðir byrja vel og Njarðvík að pakka saman 2. deildinni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner