Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. ágúst 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Skiptir ekki máli hvaða litur er á búningnum
Áki Sölvason (Völsungur)
Áki Sölvason.
Áki Sölvason.
Mynd: Twitter
„Í 14. umferðinni tóku Völlararnir yfir," sagði Sverrir Mar Smárason í síðasta þætti Ástríðunnar þegar verið var að velja besta leikmann umferðarinnar í 2. deild.

Völsungur vann 5-2 sigur á KFA og þar voru Áki Sölvason og Ólafur Jóhann Steingrímsson bestir.

Áki skoraði þrennu og er hann því leikmaður umferðarinnar í þetta skiptið.

„Hann er einn af þeim sem kemur til greina í lið ársins," sagði Sverrir og spurði Gylfa Tryggvason hvort hann væri ekki örugglega þar.

„Áka líður vel í grænu, líður vel í bláu og líður vel í gulu. Það skiptir ekki máli hvaða litur er á búningnum, hann skorar alltaf mörk. Hann er búinn að vera geggjaður fyrir Völlara," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„Hann er vel að þessu kominn," sagði Sverrir.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
10. umferð - Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
11. umferð - Marteinn Már Sverrisson (KFA)
12. umferð - Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar)
13. umferð - Ivan Jelic (Reynir S.)
Ástríðan - 2. deildar special - 13. og 14. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner