Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. maí 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Tvö skallamörk og með Rafael Victor í vasanum
1. umferð: Jordian Farahani, Chico (ÍR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um síðustu helgi fór fram fyrsta umferð í 2. deild karla. Njarðvík, ÍR, Völsungur, Haukar og Ægir unnu sína leiki.

Leikmaður umferðarinnar í boði ICE var Jordian Farahani sem oftast er kallaður Chico. Hann er leikmaður ÍR og skoraði tvö mörk og hélt hreinu í sigri liðsins gegn Hetti/Huginn. Chico er miðvörður sem skoraði bæði mörkin með skalla.

Það er Ástríðan sem fjallar um 2.- og 3. deild karla. Í síðasta þætti voru það þeir Gylfi Tryggvason, Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason sem gerðu upp fyrstu umferðina. Umræðuna um leikmann umferðarinnar má nálgast eftir um 50 mínútur í spilaranum hér að neðan.

„Hann hélt hreinu á móti þessum stórkostlega sóknarmanni, Rafael Victor, var með hann í vasanum í 90 mínútur," sagði Gylfi í þættinum.

2. umferð:
föstudagur 13. maí
19:15 Ægir-Víkingur Ó. (Þorlákshafnarvöllur)

laugardagur 14. maí
13:00 Höttur/Huginn-Þróttur R. (Fellavöllur)
13:00 Völsungur-Reynir S. (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Njarðvík-Magni (Rafholtsvöllurinn)
14:00 Haukar-KFA (Ásvellir)
16:00 KF-ÍR (Dalvíkurvöllur)
Ástríðan - Eiríkur hafði svo bara tíma! Eru Haukar langnæstbesta lið deildarinnar?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner