Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Wolves ætlar að fá Che Adams á frjálsri sölu
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves ætlar að reyna að fá skoska landsliðsmanninn Che Adams á frjálsri sölu frá Southampton í sumar en þetta kemur fram í Telegraph.

Adams er 24 ára gamall sóknarmaður sem hefur gert tíu mörk í ensku B-deildinni á tímabilinu.

Eftir tímabilið rennur hann út á samningi og ætlar Wolves að gera tilraun til þess að fá hann á frjálsri sölu.

Gary O'Neil, stjóri Wolves, er í leit að 'níu' og er Adams vænlegasti kosturinn á markaðnum.

Everton og Nottingham Forest eru einnig sögð áhugasum um Adams, en Wolves er talið í betri stöðu þar sem liðið á möguleika á að spila í Evrópu á næstu leiktíð, auk þess sem Forest og Everton eru í kringum fallbaráttuna eftir stig voru dregin af félögunum fyrir að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner