Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 21:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon hikaði ekki við að fara til Brentford - Kominn tími til að prófa eitthvað nýtt
Icelandair
Mynd: Brentford
Mynd: Brentford

Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður var í áhugaverðu spjalli við Sæbjörn Steinke á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag.


Hákon gekk til liðs við Brentford frá sænska liðinu Elfsborg í lok janúar en hann mun líklega ekki spila fyrir liðið fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili.

„Það er bara búið að vera koma mér inn í allt. Þetta er miklu stærra en það sem ég var í Svíþjóð, breytingin er mjög mikil. Leikmenn með mjög mikil gæði og hraðinn er allt annar. Ég held að þetta sé frábært skref fyrir mig að bæta mig sem leikmann og mér finnst ég hafa gert það á þessum sex vikum," sagði Hákon.

Thomas Strakosha er varamarkvörður liðsins á eftir Mark Flekken en Hákon er ánægður að hafa stokkið á tækifærið.

„Við erum með frábæra markmenn. Þegar ég kem þarna í lok janúar vissi ég af því að það væru tveir mjög góðir markmenn þarna og það mun vera þannig fram á sumar."

„Þetta eru bara þrír og hálfur mánuður. Ég hugsaði bara ef ég kæmi í lok janúar að ég myndi vera enn undirbúnari fyrir næsta ár. Ég tók það bara á kassann að vera númer þrjú, æfa mjög vel og mikið, mæta mig mjög vel og sjá svo til fyrir næsta tímabil."

Hákon spilaði æfingaleik með varaliði félagsins á dögunum og var hann ánægður að fá leik til að undirbúa sig fyrir umspilið með landsliðinu.

„Ef ég vil spila þá gæti ég það (með varaliði Brentford), en ég veit ekki hvort ég græði mikið á því. Ég mun spila eitthvað til að komast inn í það hvernig Brentford spilar. Það er alltaf gott að spila leik með varaliðinu ef maður vill spila," sagði Hákon.

Hákon taldi vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt.

„Ég var kannski ekki kominn í þægindaramma en var hræddur um að það myndi gerast ef ég yrði áfram og þess vegna leið mér eins og ég þyrfti að fara í eitthvað nýtt," sagði Hákon.


Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Athugasemdir
banner
banner