Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 11. maí 2024 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gvardiol: Auðvitað vildi ég taka vítaspyrnuna
Mynd: Getty Images
Mynd: Manchester City
Josko Gvardiol var besti leikmaður vallarins er Manchester City lagði Fulham þægilega að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varnarmaðurinn Gvardiol skoraði tvennu í sigrinum en hann hefur reynst gríðarlega mikilvægur leikmaður frá komu sinni til félagsins. Man City borgaði um 90 milljónir evra til að festa kaup á leikmanninum, sem gerir hann að einum af dýrustu varnarmönnum sögunnar eftir Harry Maguire.

Gvardiol hefði getað fullkomnað þrennuna þegar City fékk dæmda vítaspyrnu í uppbótartímanum í Fulham, en það var tekin ákvörðun um að gefa Julian Alvarez smá sjálfstraust þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu.

„Í dag sýndum við hverjir við erum og hvað við ætlum að gera. Ég átti góðan leik en liðið í heild líka, það var frábært að skora tvö mörk í viðbót!" sagði Gvardiol kátur að leikslokum, en hann er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

„Auðvitað vildi ég taka vítaspyrnuna. Við ræddum um það en niðurstaðan er sú að við erum með aðrar vítaskyttur og Julian gerði vel að skora.

„Ég er í miklu stuði þessa dagana og þetta er frábær tímapunktur fyrir það. Það eru þrír úrslitaleikir framundan og við þurfum að mæta tilbúnir."


Man City gæti þurft sigra á útivelli gegn Tottenham og heimavelli gegn West Ham í síðustu leikjum tímabilsins til að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í ár.

„Við þurfum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera. Við erum einbeittir og þurfum að vera beittir í næstu leikjum. Ég hef einu sinni spilað á útivelli gegn Tottenham og það var mjög erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner