Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 11. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerir nýjan langtímasamning við Liverpool
Mynd: EPA
Kaide Gordon, leikmaður Liverpool á Englandi, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. Félagið greindi frá fregnunum í gær.

Gordon er 19 ára gamall og kom til Liverpool frá Derby County fyrir þremur árum.

Englendingurinn spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í sigri á Norwich í enska deildabikarnum sama ár, en síðan þá hefur hann spilað sex leiki og skorað eitt mark.

Á þessu tímabili hefur hann aðeins komið við sögu í þremur leikjum í öllum keppnum, en hann lék um eina mínútu í 4-0 sigri liðsins á Bournemouth í janúar.

Gordon hefur nú skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið, en samkvæmt tilkynningu er um langtímasamning að ræða.
Athugasemdir
banner
banner