Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 11. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSV kaupir Tillman frá Bayern (Staðfest)
Mynd: EPA
Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur gengið frá kaupum á bandaríska sóknartengiliðnum Malik Tillman frá Bayern München en þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska meistaraliðinu.

Tillman, sem er 21 árs gamall, var fenginn til PSV á láni frá Bayern fyrir tímabilið.

Leikmaðurinn er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en er með bandarískt vegabréf í gegnum föður sinn og valdi það að spila fyrir Bandaríkin.

Hann hefur komið að 24 mörkum með PSV á tímabilinu og hefur hollenska félagið nú gert félagaskipti hans varanleg, en hann gerði fjögurra ára samning við PSV.

PSV varð á dögunum hollenskur meistari í 25. sinn í sögu félagsins, en aðeins Ajax hefur unnið oftar eða 36 sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner