Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   lau 11. maí 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Patrick innsiglaði sigur Vals í síðari hálfleik
Valur með tvo sigra í röð
Valur með tvo sigra í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór varði víti frá Gylfa
Steinþór varði víti frá Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 3 - 1 KA
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson ('4 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('42 , víti)
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('44 , misnotað víti)
2-1 Patrick Pedersen ('56 )
3-1 Patrick Pedersen ('63 )
Lestu um leikinn


Það var fjörugur leikur á Hlíðarenda í kvöld þar sem KA var í heimsókn.

Fjörið hófst strax á fjórðu mínútu þegar Valur komst yfir en það var Hólmar Örn Eyjólfsson sem stökk hæst eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar og skallaði boltann í netið.

KA fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði af öryggi í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu á tímabilinu.

Stuttu síðar fékk Valur einnig vítaspyrnu en Steinþór Már Auðunsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Gylfa.

Markahrókurinn Patrik Pedersen gerði út um leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Bjarni Aðalsteinsson var nálægt því að klóra í bakkann en Hólmar Örn bjargaði á línu.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner