Valur 3 - 1 KA
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson ('4 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('42 , víti)
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('44 , misnotað víti)
2-1 Patrick Pedersen ('56 )
3-1 Patrick Pedersen ('63 )
Lestu um leikinn
Það var fjörugur leikur á Hlíðarenda í kvöld þar sem KA var í heimsókn.
Fjörið hófst strax á fjórðu mínútu þegar Valur komst yfir en það var Hólmar Örn Eyjólfsson sem stökk hæst eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar og skallaði boltann í netið.
KA fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði af öryggi í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu á tímabilinu.
Stuttu síðar fékk Valur einnig vítaspyrnu en Steinþór Már Auðunsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Gylfa.
Markahrókurinn Patrik Pedersen gerði út um leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Bjarni Aðalsteinsson var nálægt því að klóra í bakkann en Hólmar Örn bjargaði á línu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |