Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 11. maí 2024 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Gary Martin bjargaði stigi fyrir Ólsara
Mynd: Víkingur Ó.
KFA 2 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('18 )
2-0 Eggert Gunnþór Jónsson ('23 )
2-1 Luke Williams ('55 )
2-2 Gary John Martin ('83 )
Rautt spjald: Daniel Arnaud Ndi, Víkingur Ó. ('90)

KFA tók á móti Víkingi frá Ólafsvík í 2. deild karla í dag og úr varð hörkuleikur. Liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni og því afar langt fyrir Ólafsvíkinga að fara.

Heimamenn byrjuðu betur á Austfjörðum þar sem Marteinn Már Sverrisson skoraði fyrsta mark leiksins áður en landsliðsmaðurinn fyrrverandi Eggert Gunnþór Jónsson tvöfaldaði forystuna.

KFA leiddi 2-0 í hálfleik en Luke Williams minnkaði muninn fyrir gestina skömmu eftir leikhlé.

Staðan hélst 2-1 allt þar til á lokakaflanum, þegar Gary Martin náði að gera jöfnunarmark á 83. mínútu.

Ólsarar og KFA eiga fjögur stig hvort eftir tvær fyrstu umferðir sumarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner