Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 11. maí 2024 15:01
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola var mjög heitt í peysunni: Gvardiol ekki nógu góður
Guardiola í peysunni.
Guardiola í peysunni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Manchester City
Pep Guardiola var hress eftir þægilegan 0-4 sigur Manchester City á útivelli gegn Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var sjöundi sigur Man City í röð í úrvalsdeildinni og er liðið með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. City þarf því að misstíga sig til að tapa Englandsmeistaratitlinum.

„Frábærir leikmenn njóta þess að spila undir mikilli pressu og við erum í draumastöðu núna. Við sögðum það fyrir nokkrum vikum að það væri draumur fyrir okkur að mæta í síðustu leiki tímabilsins með forskot. Svo tapaði Arsenal leik gegn Aston Villa og okkur hefur tekist að vinna alla deildarleiki síðan," sagði Guardiola að leikslokum.

„Við stóðum okkur virkilega vel í dag. Fyrstu tíu mínúturnar voru erfiðar en svo sigldum við þessu í höfn. Strákarnir stjórnuðu hraða leiksins fullkomlega og núna þurfum við að jafna okkur fyrir úrslitaleikinn gegn Spurs."

Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol skoraði tvennu í leiknum og er þar með búinn að skora fimm mörk og gefa eina stoðsendingu í síðustu sjö leikjum.

„Þetta er ótrúlegt að hann sé að skora svona mikið. Hann er verulega góður með báðum fótum og getur skorað með þeim báðum. Hægri fóturinn er aðeins betri en sá vinstri. Hann var frábær í fyrri hálfleik en ekki nógu góður í seinni. Hann þarf að bæta sig varnarlega, hann er bara 21 árs gamall og er ólmur í að læra meira."

Alan Shearer spurði Guardiola að lokum hvers vegna hann væri klæddur í peysu þrátt fyrir mikinn hita í London í dag, en það er einhver hjátrú sem hefur spilað þátt í fatavalinu.

„Já, mér er mjög heitt en ég hef klæðst þessum fatnaði svo oft að við ákváðum að halda okkur við það sama, þó það séu 45 gráður úti!"
Athugasemdir
banner
banner
banner