Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 11. maí 2024 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
María skoraði tvö í stórsigri - Karólína með sína sjöundu stoðsendingu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp sjöunda mark sitt á leiktíðinni þegar Leverkusen vann Duisburg sem var þegar fallið niður í næst efstu deild í Þýskalandi.


Karólína var í byrjunarliðinu og lagði upp annað mark liðsins í 3-1 sigri en Ingibjörg Sigurðardóttir sat allan tímann á varamannabekk Duisburg.

Eins og fyrr segir er Karólína komin með sjö stoðsendingar í deildinni en aðeins tvær hafa lagt upp fleiri mörk. Leverkusen er í 6. sæti með 31 stig þegar ein umferð er eftir.

Íslendingarnir í Fortuna Sittard létu mikið fyrir sér fara þegar liðið valtaði yfir Zwolle 7-1 í hollensku deildinni í dag. María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði tvö mörk og Hildur Antonsdóttir skoraði eitt. Lára Kristín Pedersen var ekki í leikmannahópnum.

Sittard er í 4. sæti með 40 stig þegar ein umferð er eftir en liðið getur í besta falli endað í þriðja sæti og í versta falli í 4. sæti.


Athugasemdir
banner