Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 11. maí 2024 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Köln enn á lífi eftir magnaða endurkomu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjórum fyrstu leikjum dagsins var að ljúka í þýska boltanum þar sem FC Köln vann frábæran endurkomusigur gegn Union Berlin og er fallbaráttan enn opin eftir þá viðureign.

Köln lenti tveimur mörkum undir á heimavelli en tókst að sigra 3-2 að lokum. Tap hefði fellt liðið niður um deild en með þessum sigri á félagið enn veika von um að halda sér uppi í efstu deild.

Köln, Mainz og Union Berlin eru því í harðri fallbaráttu þegar aðeins ein til tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Mainz spilar við Borussia Dortmund í lokaleik dagsins og getur farið langleiðina með að bjarga sér frá falli með sigri þar.

Eintracht Frankfurt er búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir næstu leiktíð eftir jafntefli gegn Borussia Mönchengladbach í dag, en Gladbach bjargaði sér endanlega frá ólíklegri fallbaráttu með stiginum.

Freiburg og Heidenheim gerðu þá jafntefli í baráttunni um Evrópusæti á meðan RB Leipzig gerði jafntefli við Werder Bremen.

RB Leipzig 1 - 1 Werder Bremen
0-1 Nicolas Seiwald ('36 , sjálfsmark)
1-1 Benjamin Sesko ('61 )

Freiburg 1 - 1 Heidenheim
1-0 Ritsu Doan ('29 )
1-1 Kevin Sessa ('38 )

Gladbach 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Robin Hack ('9 )
1-1 Eric Ebimbe ('35 )

Koln 3 - 2 Union Berlin
0-1 Robin Knoche ('15 )
0-2 Kevin Volland ('19 , víti)
1-2 Florian Kainz ('45 , víti)
2-2 Steffen Tigges ('87 )
3-2 Damion Downs ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner