Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 11. maí 2024 16:53
Sölvi Haraldsson
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var gífurlega ánægður með það hvernig við spiluðum þennan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Það tók smá tíma að finna taktinn en við vorum fljótir að því. Strákarnir kláruðu þennan leik alveg feykilega vel.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Það hefur mikið verið talað um Akranesvöllinn í upphafi móts en Jón Þór segir að hann hafi verið óleikhæfur í vikunni.

Völlurinn er geggjaður. En staðan er náttúrulega þannig að hann er 70 ára gamall þessi völlur, hann drenar ekki neitt. Staðan á honum á mánudag, þriðjudag og framan af miðvikudegi var ekki góð. Hann er mjúkur og hann er þungur. Sem betur fer náðum við að gera hann leikhæfan á fimmtudeginum. Það er erfitt að hlaupa og spila á honum.

Ég er mjög ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum í dag. Það kostar helvíts hörku og baráttu að vinna þetta lið. Við gerðum það og ég var gífurlega ánægður með mína menn í dag.“

Fyrir leik var Marko Vardic í leikbanni, Arnór Smára, Albert Hafsteins, Rúnar Már og Hlynur Sævar eru allir að glíma við meiðsli í dag. Jón Þór var gífurlega ánægður með þá menn sem komu inn í liðið fyrir þá í dag.

Staðan er ekki nógu góð á hópnum. Þetta eru margir menn á miðsvæðinu sem vantaði hérna í dag. En þeir sem komu inn í leikinn í dag voru stórkostlegir. Guðfinnur var valinn maður leiksins og Ingi var einnig algjörlega frábær.“

Jón Þór kemur þá inn á að það er lengra í Hlyn og Albert en hann vonast til þess að geta séð Rúnar Má og Arnór Smárason koma til baka á næstunni.

Það kom upp atvik í seinni hálfleik þegar Árni Marinó meiddist og þurfti að fá aðhlynningu að Jón Þór ætlaði að taka smá fund með sínum mönnum. Hann hins vegar var stoppaður af Gunnari Oddi, fjórða dómara, og eftir leik finnst honum það hafa verið frábærlega gert hjá Gunnari að stoppa hann.

Ég ætlaði bara að nota tækifærið og ræða við mína menn en hann (fjórði dómarinn) stoppaði mig með það og ég er gríðarlega ánægður með það. Mér fannst þeir leysa það mjög vel. Liðin hafa verið að gera þetta í upphafi móts. Það er bara frábært að þeir hafi ráð til þess að taka á því. Frábærlega gert hjá þeim.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í dag eftir 3-0 sigur á Vestra.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner