Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   lau 11. maí 2024 16:53
Sölvi Haraldsson
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var gífurlega ánægður með það hvernig við spiluðum þennan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Það tók smá tíma að finna taktinn en við vorum fljótir að því. Strákarnir kláruðu þennan leik alveg feykilega vel.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Það hefur mikið verið talað um Akranesvöllinn í upphafi móts en Jón Þór segir að hann hafi verið óleikhæfur í vikunni.

Völlurinn er geggjaður. En staðan er náttúrulega þannig að hann er 70 ára gamall þessi völlur, hann drenar ekki neitt. Staðan á honum á mánudag, þriðjudag og framan af miðvikudegi var ekki góð. Hann er mjúkur og hann er þungur. Sem betur fer náðum við að gera hann leikhæfan á fimmtudeginum. Það er erfitt að hlaupa og spila á honum.

Ég er mjög ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum í dag. Það kostar helvíts hörku og baráttu að vinna þetta lið. Við gerðum það og ég var gífurlega ánægður með mína menn í dag.“

Fyrir leik var Marko Vardic í leikbanni, Arnór Smára, Albert Hafsteins, Rúnar Már og Hlynur Sævar eru allir að glíma við meiðsli í dag. Jón Þór var gífurlega ánægður með þá menn sem komu inn í liðið fyrir þá í dag.

Staðan er ekki nógu góð á hópnum. Þetta eru margir menn á miðsvæðinu sem vantaði hérna í dag. En þeir sem komu inn í leikinn í dag voru stórkostlegir. Guðfinnur var valinn maður leiksins og Ingi var einnig algjörlega frábær.“

Jón Þór kemur þá inn á að það er lengra í Hlyn og Albert en hann vonast til þess að geta séð Rúnar Má og Arnór Smárason koma til baka á næstunni.

Það kom upp atvik í seinni hálfleik þegar Árni Marinó meiddist og þurfti að fá aðhlynningu að Jón Þór ætlaði að taka smá fund með sínum mönnum. Hann hins vegar var stoppaður af Gunnari Oddi, fjórða dómara, og eftir leik finnst honum það hafa verið frábærlega gert hjá Gunnari að stoppa hann.

Ég ætlaði bara að nota tækifærið og ræða við mína menn en hann (fjórði dómarinn) stoppaði mig með það og ég er gríðarlega ánægður með það. Mér fannst þeir leysa það mjög vel. Liðin hafa verið að gera þetta í upphafi móts. Það er bara frábært að þeir hafi ráð til þess að taka á því. Frábærlega gert hjá þeim.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í dag eftir 3-0 sigur á Vestra.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner