Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 11. maí 2024 16:53
Sölvi Haraldsson
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var gífurlega ánægður með það hvernig við spiluðum þennan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Það tók smá tíma að finna taktinn en við vorum fljótir að því. Strákarnir kláruðu þennan leik alveg feykilega vel.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Vestri

Það hefur mikið verið talað um Akranesvöllinn í upphafi móts en Jón Þór segir að hann hafi verið óleikhæfur í vikunni.

Völlurinn er geggjaður. En staðan er náttúrulega þannig að hann er 70 ára gamall þessi völlur, hann drenar ekki neitt. Staðan á honum á mánudag, þriðjudag og framan af miðvikudegi var ekki góð. Hann er mjúkur og hann er þungur. Sem betur fer náðum við að gera hann leikhæfan á fimmtudeginum. Það er erfitt að hlaupa og spila á honum.

Ég er mjög ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum í dag. Það kostar helvíts hörku og baráttu að vinna þetta lið. Við gerðum það og ég var gífurlega ánægður með mína menn í dag.“

Fyrir leik var Marko Vardic í leikbanni, Arnór Smára, Albert Hafsteins, Rúnar Már og Hlynur Sævar eru allir að glíma við meiðsli í dag. Jón Þór var gífurlega ánægður með þá menn sem komu inn í liðið fyrir þá í dag.

Staðan er ekki nógu góð á hópnum. Þetta eru margir menn á miðsvæðinu sem vantaði hérna í dag. En þeir sem komu inn í leikinn í dag voru stórkostlegir. Guðfinnur var valinn maður leiksins og Ingi var einnig algjörlega frábær.“

Jón Þór kemur þá inn á að það er lengra í Hlyn og Albert en hann vonast til þess að geta séð Rúnar Má og Arnór Smárason koma til baka á næstunni.

Það kom upp atvik í seinni hálfleik þegar Árni Marinó meiddist og þurfti að fá aðhlynningu að Jón Þór ætlaði að taka smá fund með sínum mönnum. Hann hins vegar var stoppaður af Gunnari Oddi, fjórða dómara, og eftir leik finnst honum það hafa verið frábærlega gert hjá Gunnari að stoppa hann.

Ég ætlaði bara að nota tækifærið og ræða við mína menn en hann (fjórði dómarinn) stoppaði mig með það og ég er gríðarlega ánægður með það. Mér fannst þeir leysa það mjög vel. Liðin hafa verið að gera þetta í upphafi móts. Það er bara frábært að þeir hafi ráð til þess að taka á því. Frábærlega gert hjá þeim.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í dag eftir 3-0 sigur á Vestra.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner