Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   lau 11. maí 2024 15:49
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Forest: Espirito Santo breytir um leikkerfi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Chelsea tekur á móti Nottingham Forest í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og teflir Mauricio Pochettino fram sama byrjunarliði og hann gerði í stórsigrinum gegn West Ham um síðustu helgi.

Nicolas Jackson leiðir sóknarlínuna, með Noni Madueke, Mykhailo Mudryk og Cole Palmer fyrir aftan sig.

Nuno Espirito Santo gerir eina breytingu á liði Nottingham Forest sem lagði botnlið Sheffield United að velli síðustu helgi. Hann breytir um leikkerfi á milli leikja og sest kantmaðurinn Anthony Elanga á varamannabekkinn fyrir miðvörðinn sterka Moussa Niakhaté.

Forest mætir því með varnarsinnaðara lið til leiks heldur en í síðustu umferð, en liðinu nægir jafntefli í dag til að bjarga sér frá fallhættunni.

Chelsea: Petrovic; Chalobah, Silva, Badiashile, Cucurella; Caicedo, Gallagher, Palmer; Madueke, Jackson, Mudryk
Varamenn: Bettinelli, Colwill, Disasi, Gusto, James, Ugochukwu, Casadei, Sterling, Nkunku

Nott Forest: Sels; Montiel, Boly, Niakhate, Murillo, Aina; Yates, Danilo, Gibbs-White; Hudson-Odoi, Wood
Varamenn: Turner, Sangare, Kouyate, Awoniyi, Toffolo, Dominguez, Elanga, Origi, Omobamidele
Athugasemdir
banner
banner