Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 29. júlí 2020 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Cagliari lagði Juventus
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Juventus tryggði sinn níunda Ítalíumeistaratitil í röð með sigri gegn Sampdoria í síðustu umferð. Í kvöld átti liðið svo leik við Cagliari þar sem markmiðið var fyrst og fremst að leyfa Cristiano Ronaldo að skora þar sem hann er að berjast við Ciro Immobile um markahrókstitilinn.

Það gekk ekki upp hjá meisturunum því Cagliari komst yfir með marki frá Luca Gagliano á áttundu mínútu leiksins.

Juve fékk mörg færi til að jafna en Alessio Cragno átti stórleik á milli stanga Cagliari og voru það heimamenn sem tvöfölduðu forystuna gegn gangi leiksins.

Giovanni Simeone skoraði þá með frábæru skoti utan teigs rétt fyrir leikhlé.

Juve sótti án afláts í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki og 2-0 sigur Cagliari staðreynd. Ronaldo er búinn að gera 31 mark á deildartímabilinu og mun væntanlega ekki ná Immobile sem er kominn með 35.

Cagliari 2 - 0 Juventus
1-0 Luca Gagliano ('8 )
2-0 Giovanni Simeone ('45 )

Henrikh Mkhitaryan lagði þá upp fyrir Edin Dzeko er AS Roma lagði Torino að velli.

Chris Smalling skoraði með skalla eftir hornspyrnu og voru Rómverjar óheppnir að bæta ekki fleiri mörkum við fyrir leikhlé.

Síðari hálfleikurinn var talsvert jafnari en Roma verðskuldaði sigurinn.

Að lokum hafði Fiorentina betur gegn Bologna þar sem Federico Chiesa gerði sér lítið fyrir og setti þrennu.

Andri Fannar Stefánsson fékk að spreyta sig í liði Bologna á lokakaflanum.

Torino 2 - 3 Roma
1-0 Alex Berenguer ('14 )
1-1 Edin Dzeko ('16 )
1-2 Chris Smalling ('23 )
1-3 Amadou Diawara ('61 , víti)
2-3 Wilfried Stephane Singo ('65 )

Fiorentina 4 - 0 Bologna
1-0 Federico Chiesa ('48 )
2-0 Federico Chiesa ('54 )
3-0 Nikola Milenkovic ('74 )
4-0 Federico Chiesa ('89 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner