Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 30. mars 2024 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dortmund skellti Bayern - Leverkusen með níu fingur á titlinum
Dortmund fagnaði góðum sigri á Bayern
Dortmund fagnaði góðum sigri á Bayern
Mynd: Getty Images
Bayern 0 - 2 Borussia D.
0-1 Karim Adeyemi ('10 )
0-2 Julian Ryerson ('83 )

Bayern München tapaði óvænt fyrir erkifjendum sínum í Borussia Dortmund, 2-0, í München í dag. Bayern er nú þrettán stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen þegar sjö umferðir eru eftir.

Karim Adeyemi skoraði fyrir Dortmund á 10. mínútu eftir sendingu Julian Brandt. Sven Ulreich náði að komast í boltann en það var ekki nóg til að bjarga marki.

Tólf mínútum síðar gat Harry Kane jafnaði metin er hann fékk dauðafrían skalla. Englendingurinn stýrði boltanum framhjá markinu og Dortmund stálheppið að fá ekki jöfnunarmark á sig.

Dortmund rétt náði að halda út hálfleikinn. Bayern sótti án afláts en markið kom bara ekki fyrir lok fyrri hálfleiks.

Gestirnir náðu að gera út um leikinn á 83. mínútu Sebastien Haller kom inn af bekknum og lagði upp fyrir Julian Ryerson, sem skoraði gott mark.

Kane kom boltanum í netið undir lok leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Dortmund fagnaði fjórða sigri sínum í röð og er nú í 4. sæti með 53 stig en Bayern er í öðru með 60 stig, þrettán stigum frá Bayer Leverkusen.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 31 25 6 0 77 22 +55 81
2 Bayern 31 22 3 6 89 38 +51 69
3 Stuttgart 31 20 4 7 70 38 +32 64
4 RB Leipzig 31 19 5 7 73 35 +38 62
5 Dortmund 31 16 9 6 59 39 +20 57
6 Eintracht Frankfurt 31 11 12 8 47 42 +5 45
7 Freiburg 31 11 7 13 43 55 -12 40
8 Augsburg 31 10 9 12 48 52 -4 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 31 9 10 12 44 52 -8 37
11 Werder 31 10 7 14 41 50 -9 37
12 Wolfsburg 31 9 7 15 37 51 -14 34
13 Gladbach 31 7 11 13 53 60 -7 32
14 Union Berlin 31 8 6 17 26 50 -24 30
15 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
16 Mainz 31 5 13 13 32 49 -17 28
17 Köln 31 4 11 16 24 54 -30 23
18 Darmstadt 31 3 8 20 30 73 -43 17
Athugasemdir
banner
banner
banner