Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 12:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengstu meiðsli Alexander-Arnold á ferlinum - „Erfitt að horfa"
Mynd: EPA

Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool hefur átt í erfiðleikum með meiðsli á þessari leiktíð en hann býst við því að snúa fljótlega aftur út á völl.


Alexander-Arnold var til viðtals á Sky Sports fyrir leik Liverpool gegn Brighton á Anfield í dag þar sem hann fór yfir stöðuna.

„Þetta gengur vel, (endurhæfingin) er á lokastigum. Ég er spenntur að snúa aftur. Það er erfitt að horfa, þetta hafa verið lengstu meiðsli á ferlinum hingað til. Ég er hungraður í að koma til baka og standa mig," sagði Alexander-Arnold.

„Það eru nokkrar vikur (í að hann snúi aftur) ef þetta heldur áfram að ganga vel og það kemur ekkert upp á. Ég mun ekki komast strax í liðið, ég býst ekki við því en ég vil taka þátt. Ég vil hjálpa strákunum í þessari titilbaráttu."


Athugasemdir
banner
banner
banner