Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
mánudagur 29. apríl
Championship
Preston NE 0 - 3 Leicester
Serie A
Genoa 3 - 0 Cagliari
Úrvalsdeildin
Rostov 2 - 1 Orenburg
Kr. Sovetov 0 - 0 FK Krasnodar
Sochi 0 - 0 Fakel
Rubin 1 - 1 Ural
La Liga
Barcelona 4 - 2 Valencia
mán 15.apr 2024 16:30 Mynd: Helgi Bjarnason
Magazine image

Lífið varð miklu stærra og stórkostlegra

Guðrún Karítas Sigurðardóttir byrjaði snemma að raða inn mörkum á Akranesi. Þegar hún var á 17. aldursári þá skoraði hún 13 mörk í tólf leikjum með 2. flokki og 17 mörk í 16 leikjum með meistaraflokki. Á undanförnum árum hefur hún fundið sér góðan stað í Árbænum eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún hefur komið sterk til baka eftir barnsburð og hjálpaði í fyrra Fylki að komast upp í Bestu deildina. Hún skoraði 15 mörk í 17 leikjum, og þar á meðal eftirminnilegt mark í lokaleik gegn Gróttu sem tryggði Fylkiskonum upp.

Marki fagnað með Fylki í fyrra.
Marki fagnað með Fylki í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu árin með ÍA.
Fyrstu árin með ÍA.
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
'Hann var og er duglegur að koma með góð ráð fyrir mig sem leikmann og fór með mig á aukaæfingar þegar hann gat'
'Hann var og er duglegur að koma með góð ráð fyrir mig sem leikmann og fór með mig á aukaæfingar þegar hann gat'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnea Guðlaugsdóttir og Margrét Ákadóttir.
Magnea Guðlaugsdóttir og Margrét Ákadóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Marki fagnað með Val.
Marki fagnað með Val.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslandsmeistari 2019.
Varð Íslandsmeistari 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er mikil vinna sem fer í að láta svona hluti ganga upp og hefur meistaraflokksráðið staðið virkilega vel við bakið á okkur og lagt sálu sína í þennan klúbb. Gæti hreinlega ekki verið sáttari með lífið í Árbænum'
'Það er mikil vinna sem fer í að láta svona hluti ganga upp og hefur meistaraflokksráðið staðið virkilega vel við bakið á okkur og lagt sálu sína í þennan klúbb. Gæti hreinlega ekki verið sáttari með lífið í Árbænum'
Mynd/Helgi Bjarnason
Í leik með Fylki í fyrra.
Í leik með Fylki í fyrra.
Mynd/Helgi Bjarnason
'Lífið varð miklu stærra og stórkostlegra'
'Lífið varð miklu stærra og stórkostlegra'
Mynd/Emil Ásmundsson
Elísa Viðarsdóttir, mögnuð.
Elísa Viðarsdóttir, mögnuð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var ekki fyrr en Hulda Hrund dró mig á æfingu seinni hluta sumars 2022, að þá fann ég hvað þetta var gaman og að ég væri tilbúin að byrja aftur í þessu 100%'
'Það var ekki fyrr en Hulda Hrund dró mig á æfingu seinni hluta sumars 2022, að þá fann ég hvað þetta var gaman og að ég væri tilbúin að byrja aftur í þessu 100%'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta var alveg frábært sumar. Mikill tími og mikil vinna sem skóp þennan árangur'
'Þetta var alveg frábært sumar. Mikill tími og mikil vinna sem skóp þennan árangur'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spennt fyrir komandi tímabili í Bestu deildinni.
Spennt fyrir komandi tímabili í Bestu deildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það verður spennandi að fylgjast með Fylkisliðinu í sumar en þær eru komnar aftur í deild þeirra bestu.
Það verður spennandi að fylgjast með Fylkisliðinu í sumar en þær eru komnar aftur í deild þeirra bestu.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 9. sæti
Hin hliðin - Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)

„Fyrstu minningarnar mínar eru að fara með pabba á æfingar hjá Víking. Ég var um fimm til sex ára þarna að grallarast í Víkinni, sótti bolta sem skotið var yfir grindverkið og náði í keilur og vatn fyrir leikmenn. Inn á milli þess sem ég var hlaupari þarna fyrir liðið tók ég pásur inni í félagsheimili og fékk grillaða samloku og svala. Það var virkilega góð stemning í Víkinni og eru minningarnar mjög góðar frá þessum tíma," segir Guðrún Karítas í samtali við Fótbolta.net þegar hún er beðin um að rifja upp sínar fyrstu minningar tengdar fótbolta.

Fótboltauppeldið á Skaganum
Þessi mikli markaskorari steig sín fyrstu skref í fótboltanum á Akranesi hjá ÍA.

„Það var fótbolti í frímínútum, æfing beint eftir skóla og svo var farið út á sparkvöll eftir kvöldmat"

„Það er mjög ljúft að alast upp á Akranesi, sérstaklega þegar maður brennur fyrir fótbolta. Þá er varla hægt að hugsa sér betri stað," segir hún.

„Maður var alltaf í fótbolta. Það var fótbolti í frímínútum, æfing beint eftir skóla og svo var farið út á sparkvöll eftir kvöldmat. Einu skiptin sem maður var heima var til þess að borða og sofa. Þegar ég var komin í unglingadeild byrjuðu margir dagar á morgunæfingu fyrir skóla. Frábært hjá ÍA að hafa það í boði fyrir þá sem virkilega vildu æfa og ná árangri. Morgunæfingarnar byrjuðu í unglingadeildinni og voru langt inn í menntaskólaárin."

„Það sést langar leiðir hvað fótboltinn er rótgróinn á Akranesi. Það væri algjör draumur ef börnin okkar fengju möguleikann á að upplifa sama umhverfi ef áhugi þeirra liggur þarna."

Var helvíti öflugur leikmaður
Faðir Guðrúnar er Sigurður Jónsson sem var á sínum tíma virkilega öflugur fótboltamaður. Hann var hluti af sigursælu liði ÍA, spilaði með Arsenal á Englandi og lék 65 landsleiki fyrir Ísland. Sigurður á svo langan feril að baki í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk.

„Ég fann aldrei fyrir neinni pressu frá honum"

„Ég fæðist náttúruleg aðeins of seint og næ ekki að upplifa þennan fræga árangur hjá Skaganum '92 til '96. Hann semur við Örebro rétt áður en ég fæðist svo ég á ekki margar minningar af kallinum á vellinum þar né í Dundee. Ég hef þó séð nokkrar upptökur frá gömlum leikjum og gef honum það að hann var helvíti öflugur leikmaður," segir Guðrún.

„Hann var og er duglegur að koma með góð ráð fyrir mig sem leikmann og fór með mig á aukaæfingar þegar hann gat. Ég fann aldrei fyrir neinni pressu frá honum, heldur bara hvatningu og hann kunni alveg að nálgast það hvernig átti að þjálfa mig eða koma með góða punkta."

Eitt skemmtilegasta lið sem ég hef spilað með
Eins og fyrr segir, þá átti Guðrún magnað sumar árið 2013 er hún var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hún átti frábært sumar með bæði meistaraflokki og 2. flokki, og má segja að hún hafi stimplað sig inn í íslenskan fótbolta.
 
„Þetta sumar er mjög eftirminnilegt," segir markadrottningin. „Það er virkilega gaman að spila marga leiki þegar sjálfstraustið er í botni og það gengur vel hjá liðinu og hjá mér persónulega. Meistaraflokkurinn hjá ÍA þetta sumar er eitt skemmtilegasta lið sem ég hef spilað með. Sjúklega gaman að deila klefa með þessum snilldar leikmönnum. Æfingar voru góðar og við spiluðum skemmtilegann fótbolta og ég verð að hrósa Magneu Guðlaugs og Margréti Áka, með betri þjálfurum sem ég hef haft."

En árið eftir féll ÍA úr efstu deild.

„Já, klárlega mjög svekkjandi en mikill lærdómur og reynsla sem var gott veganesti til að taka með sér í næstu tímabil. Við vorum með mjög ungt lið að berjast við töluvert reynslumeiri keppinauta."

Mikil vinna sem fer í að láta svona hluti ganga upp
Eftir tímabilið 2014, þá ákvað Guðrún að söðla um. Hún samdi við Stjörnuna og var þar í tvö ár. Svo fór hún í háskólaboltann í Bandaríkjunum, í KR og þaðan í Val. Hún var hluti af sterku liði Vals og varð Íslandsmeistari 2019, en samkeppnin í liðinu var mikil.

„Gæti hreinlega ekki verið sáttari með lífið í Árbænum"
 
„Það var ótrúlega gaman að fá að æfa og spila með svona góðu liði. Margrét Lára og Elín Metta eru leikmenn sem ég lærði mikið af en það var erfitt að fá mínútur á vellinum. Það var oft erfitt að sætta sig við bekkjarsetu þegar ég stóð mig vel á æfingum og kom inn á í leikjum og skoraði. Það segir til um styrkleika liðsins, við vorum með góða leikmenn í öllum stöðum, á bekknum og jafnt utan hóps," segir Guðrún en árið 2020 gekk hún í raðir Fylkis. Þar er hún enn í dag.

Hvernig er lífið í Árbænum?
 
„Það er virkilega ljúft. Fylkir er á mjög flottum stað þegar ég kem. Leikmennirnir og þjálfararnir voru virkilega sterkir en svo kemur smá brekka 2021. Við missum marga sterka leikmenn og þjálfarana líka og það kemur smá högg á liðið sem heild. Það var þó ekki lengi þannig og var fljótt gert plan til að koma okkur aftur í deild þeirra bestu. Það hefur svo sannarlega skilað sér og við höfum fengið ótrúlega góða þjálfara með mikinn metnað. Leikmannahópurinn er líka mjög samstilltur og erum við allar eins og bestu vinkonur. Það er mikil vinna sem fer í að láta svona hluti ganga upp og hefur meistaraflokksráðið staðið virkilega vel við bakið á okkur og lagt sálu sína í þennan klúbb. Gæti hreinlega ekki verið sáttari með lífið í Árbænum," segir Guðrún Karítas og bætir við:

„Ég er einnig ótrúlega þakklát og ánægð með þjálfarateymið; Gunnar Magnús, Sonný Lára og Bjarni Þórður eru án efa bestu og skemmtilegustu þjálfarar sem ég hef verið með. Með komu þeirra bjuggu þau til nýja æfingamenningu og öllu var lyft á hærra plan innan liðsins."

Lífið varð miklu stærra og stórkostlegra
Guðrún og Emil Ásmundsson, sem spilar einnig með Fylki, eignuðust sitt fyrsta barn árið 2021, drenginn Hólmbert. Lífið breyttist töluvert við það.

„Þá fann ég hvað þetta var gaman og að ég væri tilbúin að byrja aftur í þessu 100%"
 
„Já, svo sannarlega, lífið varð miklu stærra og stórkostlegra. Það er ekki bara krefjandi að skipuleggja æfingar í kringum lítinn gaur sem hefur endalausa orku og þarf mikla umhyggju og ást, heldur verður maður að gefa sér tíma til að koma til baka bæði andlega og líkamlega," segir Guðrún.

Það tók tíma að koma til baka og það er alls ekki auðvelt.
 
„Það var mjög krefjandi ferli en margþátta ástæður hjálpuðu mér að komast aftur inn á völlinn með fullt sjálfstraust. Það að hafa verið með leikmönnum eins og Elísu Viðars, Fanndísi Friðriks og Margréti Láru sem allar eignuðust börn og komu til baka með glæsibrag gaf mér mikinn neista til að halda áfram. Einnig gaf ég mér góðan tíma til að þjálfa líkamann hægt og rólega aftur upp og sýndi Fylkir mér mikinn stuðning í því," segir hún.

„Ég byrjaði hægt og rólega fyrstu vikurnar eftir fæðingu og skráði mig síðan í mömmutíma hjá Hildi Karen í Afrek um það bil tveimur mánuðum eftir fæðingu. Frábærir tímar sem ég get ekki mælt nógu mikið með fyrir allar mömmur og einnig fyrir þær sem vilja byrja aftur í fótbolta. Þetta gaf mér mikið bæði líkamlega og andlega og var frábær undirbúningur til að koma sér aftur af stað í fótboltanum."

„Ég átti hins vegar erfitt með að réttlæta það fyrir mér að byrja aftur í fótbolta og skuldbinda honum þennan tíma í stað þess að vera með litla stráknum. Það var ekki fyrr en Hulda Hrund dró mig á æfingu seinni hluta sumars 2022, að þá fann ég hvað þetta var gaman og að ég væri tilbúin að byrja aftur í þessu 100%."

Sálfræðin heillar
Utan fótboltans er Guðrún með gráðu í sálfræði og þá er hún í ansi gefandi vinnu.

„Upplifi mikla starfsánægju að veita öðrum stuðning og umhyggju"

„Mér fannst sálfræðin heilla því það er svo margt sem hægt er að gera með henni. Margar hliðar sálfræðinnar hafa klárlega hjálpað mér sem móður, leikmanni og bara manneskju," segir Guðrún Karítas.

„Ég starfa í dag sem teymisstjóri á skammtímavistun fyrir fatlað fólk. Þar starfa ég náið með fólki og upplifi ég mikla starfsánægju að veita öðrum stuðning og umhyggju. Það er virkilega mikil hvatning að upplifa árangurinn af faglegu starfi raungerast í lífi þeirra sem koma til okkar."

Mikil spenna
Tímabilið í fyrra var frábært fyrir Guðrúnu þar sem hún skoraði 15 mörk í 17 leikjum fyrir Fylki og var algjör lykilþáttur í því að liðið komst upp. Hún er spennt að takast á við Bestu deildina með Fykisliðinu.

„Það er geggjuð tilfinning að þetta sé að bresta á"
 
„Já, þetta var alveg frábært sumar. Mikill tími og mikil vinna sem skóp þennan árangur. Koma þjálfarateymisins bjó til nýja æfingamenningu og öllu var lyft á hærra plan innan liðsins. Leikmenn æfðu meira og voru vel undirbúnir andlega til að gera vel og virkilega ná okkar markmiðum," segir Guðrún. Hún lifir í núinu og er ekki a að horfa langt í framtíðina.
  
„Ég og stelpurnar í Fylki erum einbeittar að því að koma vel inn í tímabilið og vinna hart að okkar markmiðum. Tímabilið leggst mjög vel í mig og er ég ekkert smá spennt að fara inn í þetta mót með þessum stelpum. Þessi hópur er einstakur og klárlega einn af skemmtilegustu hópum sem ég hef verið hluti af."

„Það er geggjuð tilfinning að þetta sé að bresta á eftir langt og erfitt undirbúningstímabil. Ég er búin að setja mér persónuleg markmið en ég ætla að fá að halda þeim út af fyrir mig," sagði Guðrún Karítas að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner