Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2013 20:57
Alexander Freyr Tamimi
Lars Lagerback ekki pirraður út í Sveppa
Alexander Freyr Einarsson skrifar frá Zagreb
Sveppi í  útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Mynd: Instagram - Fotbolti.net
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, segist ekki vera pirraður þó að Sveppi hafi greint frá fréttum af byrjunarliðinu nokkrum klukkutímum fyrir fyrri leikinn gegn Króötum.

Sveppi greindi frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net í hádeginu á föstudag að Eiður Smári Guðjohnsen yrði á bekknum og Alfreð Finnbogason myndi byrja.

Það vakti nokkra athygli að Sveppi skuli hafa greint frá þessu að fyrra bragði en Lars segist ekkert pirra sig á því.

,,Nei, ég er of gamall til að vera pirraður yfir svoleiðis hlutum," sagði Lars við Fótbolta.net í dag.

,,Mistök gerast og ég skil að leikmenn tali við nána vini sína og ættingja. Stundum er einhver ekki að hugsa eða með slæma dómgreind en þetta er ekki stórt mál að mínu mati."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner