Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 29. janúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Sandra María opnaði markareikninginn með Slavia Prag
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik með tékknesk meisturunum í Slavia Prag í gær. Sandra María spilaði frammi í 5-1 sigri liðsins á pólska liðinu Medyk Konin í æfingaleik.

Sandra skoraði tvívegis í leiknum. Í fyrri hálfleik náði hún að koma Slavia í 2-1 og hún kom liðinu svo í 3-1 í byrjun síðari hálfleiks.

Í síðustu viku var Sandra í byrjunarliði hjá íslenska landsliðinu gegn Noregi.

Sandra er í láni hjá Slavia Prag frá Þór/KA en keppni í Tékklandi fer að byrja á ný eftir vetrarfrí.

Deildin rúllar af stað á nýjan leik 23. febrúar en Slavia Prag spilar áður bikarleik 17. febrúar. Slavia Prag og Sparta Prag eru efst og jöfn í deildinni en Slavia er eina taplausa liðið og á leik til góða á keppinauta sína.

Athugasemdir
banner
banner