Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 04. júlí 2018 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í umferðum 1-11: Get fókusað á það sem skiptir meira máli
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar fagnar marki í Kaplakrika.
Hilmar fagnar marki í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar er valinn leikmaður umferðarinnar í 11. umferð og einnig besti leikmaður fyrri helmings mótsins.
Hilmar er valinn leikmaður umferðarinnar í 11. umferð og einnig besti leikmaður fyrri helmings mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið magnaður í Pepsi-deildinni. Hann er kominn með 12 mörk skoruð í ellefu leikjum og hefur þess utan haldið áfram að leggja upp fyrir liðsfélaga sína.

Dómnefnd Fótbolta.net var samhljóða í þeirri ákvörðun að Hilmar væri besti leikmaður fyrri helmings mótsins.

Hilmar er einnig valinn leikmaður 11. umferðarinnar þar sem Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 3-2 útisigur gegn Stjörnunni. Hilmar lagðii upp fyrsta mark Garðbæinga og skoraði svo hin tvö, sigurmarkið var úr sérlega glæsilegri aukaspyrnu í lok leiks.

Hilmar er stærsta ástæða þess að Stjarnan er í harðri titilbaráttu, liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

„Okkur líður vel og erum í góðum gír. Þetta voru góð úrslit á mánudaginn. Markmiðið er klárlega að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þessi úrslit voru mikilvæg upp á þá baráttu. Við viljum ekki leyfa Val að stinga af. Þetta lítur ágætlega út og við höldum áfram að keppa um þetta," segir Hilmar.

Í ljósi sögunnar er oft mikill hiti þegar FH og Stjarnan eigast við. Er öðruvísi að fara í leiki gegn FH en aðra deildarleiki?

„Nei ekkert endilega. Maður býr sig bara undir að mæta góðu liði og reyna að finna einhverja veikleika. Jafnframt reynir maður að einbeita sér að sínum leik. Það fylgir hiti þessum leikjum en það er bara gaman og útkoman verður oft skemmtilegur fótboltaleikur, eins og var útkoman á mánudaginn."

Í fjölmiðlum og á öllum alvöru kaffistofum er verið að ræða möguleika Hilmars á að slá markametið en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það í fyrra með því að skora 19 mörk. Er Hilmar búinn undir það að þessi umræða verði í gangi allt í kringum hann?

„Já já, þetta er alveg eðlileg umræða en ég er með fókusinn á öðrum stað. Ég er ekki það mikið að pæla í. Mér finnst ég ágætur í að fókusa á það sem skiptir meira máli, allavega að mínu mati. Það sem skiptir máli er hvað liðið gerir og að ná markmiðum þess. Það skiptir mig meira máli."

Þar sem HM er í gangi í Rússlandi og 8-liða úrslitin framundan er ekki úr vegi að ljúka spjalli við Hilmar á því að fá hann til að spá fyrir um sigurvegara á mótinu.

„Ég er búinn að vera í stökustu vandræðum með að spá í þetta mót! Ég ætla að fara aðeins gegn minni sannfæringu og segja Króatíu. Það er einhver óskhyggja í því, mér finnst króatíska liðið skemmtilegt," segir Hilmar.

Sjá einnig:
Besti leikmaður umferða 1-11
Úrvalslið umferða 1-11
Besti dómari umferða 1-11: Þarf að fara varlega í breytingar
Vonbrigðalið fyrri helmings Pepsi-deildarinnar
Þjálfari umferða 1-11: Erum ekki að missa fótana í einhverri gleði
Athugasemdir
banner
banner