Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shaw gæti náð úrslitaleiknum
Mynd: EPA

Harry Maguire og Luke Shaw hafa verið á meiðslalistanum hjá Manchester Untied en Erik ten Hag er vongóður um að Maguire nái úrslitaleiknum í enska bikarnum gegn Man City.


Það er hins vegar óvíst að Shaw, sem hefur verið fjarverandi síðan um miðjan febrúar, verði klár í slaginn.

„Við erum að vinna í því að gera þá klára fyrir úrslitaleikinn. Það er nokkuð góður möguleiki á því að Harry Maguire verði klár í slaginn.  Þetta er flóknara með Shaw. Það eru minni líkur að hann nái honum en það er enn möguleiki. Það var smá bakslag og nú verðum við að finna út hver staðan er á honum," sagði Ten Hag.

Leikurinn fer fram 25. maí en Man Utd mætir Brighton á sunnudaginn í lokaumferð úrvalsdeildarinnar og er ljóst að þeir verði ekki klárir í þann leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner