Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ben Mee framlengir við Brentford
Mynd: Brentford

Ben Mee hefur framlengt samning sinn við Brentford og mun því taka slaginn með liðinu á næstu leiktið.


Þessi 34 ára gamli varnarmaður hefur leikið 58 leiki fyrir félagið síðan hann kom á frjálsri sölu árið 2022. Hann missti aðeins af einum leik á síðustu leiktíð þegar liðið hélt 12 sinnum hreinu í úrvalsdeildinni.

Hann meiddist í lok febrúar á þessu ári og hefur ekkert spilað með liðinu síðan.

Mee segir að endurhæfingin gangi vel og hann sé spenntur að komast út á völl á undirbúningstímabilinu fyrir næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner