Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 17. maí 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía um helgina - Albert og félagar geta brotið hjörtu Rómverja

Næst síðasta umferðin fer fram í ítölsku deildinni um helgina.


Inter hefur þegar tryggt sér titilinn en mikil spenna er í Evrópubaráttunni. Atalanta er komið í úrslit Evrópudeildarinnar og með sigri gegn Leverkusen í úrslitum getur ítalía fengið sjötta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Atalanta á tvo leiki eftir og á enn möguleika á að ná 4. sæti. Liðið þarf þó að enda í 5. sæti til að Ítalía fái sex pláss í Meistaradeildinni.

Roma er nú í sjötta sæti og ef liðið misstígur sig gegn Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina mun liðið ekki geta komist hærra ef Atlanta nær í amk stig í síðustu þremur leikjum sínum. Lazio á einnig möguleika á Meistaradeildarsæti.

Þá berjast Fiorentina, Napoli og Torino um Sambandsdeildarsæti þar sem Fiorentina sendur langbest að vígi. Þá er fallbaráttan einnig spennandi þar sem fjölmörg lið eru enn í fallhættu.

föstudagur 17. maí
18:45 Fiorentina - Napoli

laugardagur 18. maí
16:00 Lecce - Atalanta
18:45 Torino - Milan

sunnudagur 19. maí
10:30 Sassuolo - Cagliari
13:00 Monza - Frosinone
13:00 Udinese - Empoli
16:00 Inter - Lazio
18:45 Roma - Genoa

mánudagur 20. maí
16:30 Salernitana - Verona
18:45 Bologna - Juventus


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner