Xavi, stjóri Barcelona, er vongóður um að Barcelona muni berjast um titla á næstu leiktíð eftir vonbrigðatímabil í ár.
Xavi greindi frá því fyrr á þessu tímabili að hann myndi hætta hjá félaginu í sumar en aðstæður breyttust og mun hann halda áfram með liðið.
Barcelona vann Almeria 2-0 í gær og Xavi fullvissaði fréttamenn um það að liðið muni berjast um titla á næstu leiktíð. Barcelona varð spænskur meistari á síðustu leiktið en er 14 stigum frá toppliði Real Madrid þegar tvær umferðir eru eftir.
„Fjárhagurinn er ekki upp á sitt besta og við erum öll að vinna saman að bæta hann. Við munum berjast um titla, það breytist ekki," sagði Xavi.
Athugasemdir