Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
banner
   fös 05. apríl 2024 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Bryndís Arna: Held að þetta sé gott 'duo' sem við erum að fara mynda
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bryndís Arna Níelsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins er það vann Pólland 3-0 í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins á Kópavogsvelli í kvöld, en hún var afar stolt þegar hún sá uppstillingu liðsins.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Þetta var hennar fimmti landsleikur en hún hafði komið inn af bekknum í hinum fjórum leikjunum.

Í síðasta leik sem hún spilaði, sem var í febrúar, gerði hún annað mark Íslands í mikilvægum 2-1 sigri á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Í dag fékk hún traustið í byrjunarliðinu og kom ágætlega vel frá sínu.

„Mér fannst við vera mjög góðar í þessum leik og frá fyrst marki fannst mér við vera með yfirhöndina. Þær fengu samt færi sem þær komu sér auðveldlega í en Fanney varði gríðarlega vel og vörnin stóð vel, þannig ég er sátt,“ sagði Bryndís, sem átti stóran þátt í fyrsta markinu.

„Ég sá að Gló fékk hann á fjær og ég kallaði til að setja hann inn í, en ég hitti svo sem ekki boltann vel en hann fór af varnarmanni og inn. Ég held nú að þetta var að fara á markið, þannig spurning hvort maður fái markið.“

„Mér fannst við vera skapa fullt af færum í seinni. Eiginlega bara óheppnir að hafa ekki unnið þetta stærra því mér fannst þær ekki komast í nein hættuleg færi. Fannst við loka vel á þær og spiluðum vel.“


Bryndís var í fremstu víglínu með Sveindísi Jane og telur hún að þær séu að fara mynda gott tvíeyki.

„Geggjað að fá Sveindísi. Ef hún fær boltann langt frammi, þá á ég að vera inn í teig og klára. Ég held að þetta sé gott 'duo' sem við erum að fara mynda.“

„Þegar ég sá mitt nafn í byrjunarliðinu þá fylltist ég stolti, var spennt og þetta var bara geggjað. Ég var kannski ekkert að búast við því en mjög skemmtilegt þegar kallið kom. Ég ætlaði að nýta það tækifæri mjög vel.“


Bryndís og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru öflugar í pressu liðsins, samvinna sem getur ekki klikkað.

„Við vorum að tala mjög vel saman. Ef hún fer að loka á hægri þá dett ég niður og öfugt. Mér fannst við vinna vel saman, það voru kannski nokkrir kaflar þar sem við hefðum getað stigið ofar á þær en heilt yfir fannst mér samvinnan góð.“

Næsti leikur er gegn Þýskalandi á þriðjudag. Það verður erfitt en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Við komum með mikið sjálfstraust inn í þann leik eftir daginn í dag. Þetta verður mjög erfiður leikur og vitum það vel. Við erum staðráðnar í að ná einhverjum stigum þar
Athugasemdir
banner