Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
   þri 09. apríl 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Karólína sendir Sveindísi hlýja strauma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segir að tilfinningin hafi verið önnur í kvöld en síðast þegar liðið spilaði við Þýskaland úti.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Landsliðið tapaði fyrir Þýskalandi í Aachen í kvöld, 3-1, en Ísland var vel inn í leiknum áður en Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var ógeðslega erfitt. Missum Sveindísi í meiðsli og game-planið fór svolítið til fjandans ef ég má sletta en við gáfum allt og allir 100 prósent að leggja sig fram. Við lærum bara af þessu.“

„Mér fannst þær skíthræddar við svæðið á bak við sig og Sveindís mjög snögg. Það var þægilegt fyrir okkur að geta sett boltann á bak við þær og hvílt okkur aðeins. Unnið innköst, aukaspyrnur og svoleiðis. Við fáum dauðafæri úr aukaspyrnu og hefðum mátt skora, síðan skorum við sem var jákvætt, en þetta var leiðinlegur tímapunktur þegar hún meiðist og leikurinn breytist svolítið út af því.“


Sveindís meiddist á öxl eftir ljóta tæklingu. Hún virtist fara úr axlarlið en Karólína vonar það besta og sendir henni hlýja strauma.

„Þetta leit ekki vel út. Vonandi er þetta ekki of slæmt en ég hugsa bara mikið til hennar núna. Ég veit ekki hvað er að henni en vonandi ekki svo slæmt.“

Íslenska liðið gerði mjög vel og var frammistaðan töluvert betri en þegar liðin áttust við í Bochum í Þjóðadeildinni í september en þá unnu Þjóðverjar 4-0.

„Auðvitað. Á móti svona liðum þurfum við að nýta okkar sénsa og fannst við líka fá færi til gera betur í seinni hálfleik. Þær skora ekki í seinni hálfleik sem er jákvætt, þó þær hafi fengið mjög mikið af færum en við lærum af þessu og vinnum þær vonandi á Laugardalsvelli. Það er löngu kominn tími á það.“

„Það er gott að það sé stutt á milli leikja og alltaf gaman með landsliðinu. Alltaf spennt að mæta og gera betur. Mér finnst mikill munur á liðinu síðan við lentum á móti Þýskalandi síðast úti. Þetta er erfiður útivöllur, en fannst við gera nokkuð vel í dag. Þetta var erfitt og þær eru rosalega góðar á heimavelli, en kominn tími á að við vinnum þær heima.“

„Þetta er allt annað. Við gáfum okkur 100 prósent og var rosalega erfitt að koma út af síðast og vita að maður hefði getað gert mun betur, en auðvitað er eitthvað sem maður getur bætt. Tilfinning er samt önnur núna,“ sagði Karólína í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner