Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Góð endurkoma á Álftanesi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álftanes 3 - 3 Haukar
1-0 Guðrún Ágústa Halldórsdóttir ('7 , Sjálfsmark)
2-0 Klara Kristín Kjartansdóttir ('16 )
3-0 Klara Kristín Kjartansdóttir ('17 )
3-1 Elma Dís Ólafsdóttir ('35 )
3-2 Anna Rut Ingadóttir ('62 )
3-3 Halla Þórdís Svansdóttir ('67 )

Álftanes og Haukar áttust við í eina leik gærdagsins í C-deild Lengjubikars kvenna.

Heimakonur í liði Álftaness komust í þriggja marka forystu á fyrstu 17 mínútum leiksins. Guðrún Ágústa Halldórsdóttir skoraði sjálfsmark á sjöundu mínútu og setti Klara Kristín Kjartansdóttir svo tvennu á tveggja mínútna kafla.

Elma Dís Ólafsdóttir minnkaði muninn fyrir leikhlé og var staðan 3-1 þegar leikmenn gengu til búningsklefa.

Anna Rut Ingadóttir minnkaði muninn á 62. mínútu og jafnaði Halla Þórdís Svansdóttir svo metin fimm mínútum síðar, en það reyndist síðasta mark leiksins.

Halla Þórdís fullkomnaði endurkomu Hauka með þriðja marki liðsins og urðu lokatölur 3-3.

Álftanes er með fimm stig eftir þrjár umferðir en þetta var fyrsti leikur Hauka í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner