Valur hafnaði risatilboði KA í Adam Ægi Pálsson en frá þessu greinir Albert Brynjar Ingason í hlaðvarpinu Gula Spjaldið.
Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði í gær en KA átti að hafa boðið Val væna summu fyrir Adam Ægi sem var hafnað.
Adam Ægir hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Val í upphafi móts. Hann hefur komið inn á sem varamaður í öllum leikjunum til þessa í Bestu deildinni. Þá var hann áfram á bekknum þegar Valur sló FH úr leik í Mjólkurbikarnum í gær.
KA hefur ollið miklum vonbrigðum í upphafi tímabilsins en liðið er aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Liðið mætir ÍR í Mjólkurbikarnum á heimavelli í dag.
Athugasemdir