Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fim 14. júní 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin: Dybala getur tekið við af Messi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon er líklegur til að vera í byrjunarliði Íslands í stöðu vinstri bakvarðar í fyrsta leik á HM.

Hörður segist hlakka til að mæta Argentínu. Verði hann í byrjunarliðinu fær hann ansi erfiðan andstæðing á móti sér, Lionel Messi.

„Það er þvílík tilhlökkun fyrir að keppa á móti svona sterku landsliði, það gerist ekki oft. Þetta er stór leikur fyrir þjóðina og auðvitað viljum við að þessi leikur verði skemmtilegur, eins og allir aðrir.

„Þeir koma inn í þetta mót með mikla pressu á sér en við höfum enga pressu. Við höfum engu að tapa og reynum að nýta að þeir eru undir pressu. Við þurfum að refsa þeim, reyna að taka þá úr stöðum."


Hörður segir leikmenn vera vel undirbúna fyrir leikinn eftir góða fundi með Frey Alexanderssyni, Freysa.

„Við erum eiginlega tilbúnir fyrir þetta. Nú er bara að æfa og koma sér í betra stand.

„Fundurinn með Freysa var í gær. Þetta var góður hálftíma fundur hjá honum, enginn sofnaði. Hann er þannig gæi að hann heldur öllum vakandi á svona fundum því hann er skemmtilegur og góður í þessu."


Hörður var samherji Paulo Dybala hjá Juventus og eru þeir enn félagar í dag. Hann segist hlakka til að hitta Dybala, sem verður ekki í byrjunarliðinu því hann spilar í sömu stöðu og Lionel Messi.

„Ég hef ekkert heyrt í honum nýlega. Ég heyrði í honum áður en við drógumst með þeim. Það verður bara gaman að sjá hann og hitta á hann. Hann er ungur, hann er framtíðin. Sumir segja að þetta sé síðasta Heimsmeistaramótið hans Messi, Dybala gerir gott tilkall til að taka þessa stöðu þegar Messi hættir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner