Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 16. mars 2024 17:02
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern skoraði fimm í Darmstadt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fimm fyrstu leikjum dagsins er lokið í þýska boltanum þar sem stórveldi FC Bayern rúllaði yfir Darmstadt á útivelli.

Darmstadt er botnlið þýsku deildarinnar og tók forystuna óvænt á 28. mínútu, en Bæjarar voru snöggir að svara fyrir sig.

Harry Kane skoraði og lagði upp fyrir Jamal Musiala sem skoraði tvennu til að snúa stöðunni við. Serge Gnabry innsiglaði sigur Bayern á 74. mínútu og bætti hinn bráðefnilegi Mathys Tel fimmta markinu við í uppbótartíma og urðu lokatölurnar 2-5.

Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða á morgun.

Union Berlin er þá svo gott sem búið að bjarga sér úr fallbaráttunni eftir sigur á heimavelli gegn Werder Bremen, þar sem Brenden Aaronson, sem er á láni frá Leeds, skoraði sigurmarkið.

Augsburg vann sinn fjórða leik í röð og er aðeins fimm stigum frá evrópusæti, en liðið vann í Wolfsburg í dag þar sem Kristijan Jakic skoraði tvennu í síðari hálfleik gegn tíu heimamönnum.

Mainz lagði þá Bochum að velli í fallbaráttunni og er núna sex stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jonathan Burkardt gerði bæði mörk Mainz í sigrinum lífsnauðsynlega.

Heidenheim og Borussia Mönchengladbach gerðu að lokum jafntefli, en liðin eru jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar - níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar átta umferðir eru eftir.

Darmstadt 2 - 5 Bayern
1-0 Tim Skarke ('28 )
1-1 Jamal Musiala ('36 )
1-2 Harry Kane ('45+1 )
1-3 Jamal Musiala ('64 )
1-4 Serge Gnabry ('74 )
1-5 Mathys Tel ('93)
2-5 Oscar Vilhelmsson ('95 )

Union Berlin 2 - 1 Werder Bremen
1-0 Yorbe Vertessen ('50 )
2-0 Brenden Aaronson ('52 )
2-1 Mitchell Weiser ('63 )

Wolfsburg 1 - 3 Augsburg
1-0 Patrick Wimmer ('9 )
1-1 Arne Maier ('45 )
1-2 Kristijan Jakic ('61 )
1-3 Kristijan Jakic ('79 )
Rautt spjald: Patrick Wimmer, Wolfsburg ('45)

Mainz 2 - 0 Bochum
1-0 Jonathan Michael Burkardt ('45 , víti)
2-0 Jonathan Michael Burkardt ('71 )

Heidenheim 1 - 1 Borussia M'Gladbach
0-1 Robin Hack ('9 )
1-1 Eren Dinkci ('66 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
15 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
16 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner