Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Spilum á gamla heimavelli Daníels gegn Úkraínu - „Ég er alltaf klár"
Icelandair
Tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti.
Tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti.
Mynd: Getty Images
Getur myndast góð stemning á Tarczynski Arena.
Getur myndast góð stemning á Tarczynski Arena.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM á þriðjudag. Ísland lagði Ísrael að velli í gær og Úkraína vann Bosníu í undanúrslitunum. Bæði lið lentu 1-0 undir í sínum leikjum.

Leikurinn fer fram á Tarczynski Arena í pólsku borginn Wroclaw og er það heimavöllur Slask Wroclaw sem spilar í úrvalsdeildinni. Völlurinn tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Daníel Leó Grétarsson, sem byrjaði gegn Ísrael í gær, er fyrrum leikmaður Slask. Hann lék með liðinu frá janúar 2022 fram á sumarið 2023 þegar hann gekk í raðir SönderjyskE í Danmörku. Daníel hefur átt gott tímabil í dönsku B-deildinni og lék í gær sinn sextánda landsleik.

Daníel nefndi í viðtali eftir leikinn í gær að hann væri að fara á sinn gamla heimavöll. „Við förum á minn gamla heimavöll í næsta leik og mér líst vel á það."

Daníel gerðist brotlegur í fyrri hálfleik innan vítateigs. Hann var spurður hvort hann væri klár í leikinn gegn Úkraínu.

„Ég er alltaf klár. Ég er búinn að vera í atvinnumennsku í tíu ár og maður á ekki alltaf frábæra leiki, en þegar maður dettur á sigurleik þá á maður ekki að hengja haus of mikið."
Daníel Leó: Erfitt að reyna að halda sjálfstrausti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner