Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 24. mars 2024 10:36
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Strákarnir okkar ferðast til Wroclaw í dag
Icelandair
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið flýgur yfir til Wroclaw í Póllandi í dag en strákarnir okkar héldu sig í Búdapest eftir að þeir unnu sigurinn gegn Ísrael í umspilinu síðasta fimmtudag.

Þeir hafa því tekið stóran hluta undirbúningsins fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu, sem fram fer á þriðjudagskvöld, hér í Ungverjalandi.

Um miðjan dag fljúga þeir yfir til Wroclaw en flugferðin tekur aðeins um klukkutíma.

Á morgun verður svo æfing og fréttamannafundur á keppnisvellinum og á þriðjudagskvöld flautað til leiks, 19:45 að íslenskum tíma en 20:45 að staðartíma.

Wroclaw leikvangurinn er fjögurra stjörnu UEFA völlur sem opnaði 2011 og var notaður á EM 2012. Hann tekur um 43 þúsund manns í sæti og pólska landsliðið spilar reglulega á honum.

Leikurinn á þriðjudag er heimaleikur Úkraínu en vegna innrásar Rússa í landið er hann leikinn á hlutlausum velli. Allir vita mikilvægi leiksins, sigurliðið mun spila á EM í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner