Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 24. mars 2024 11:15
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Unnum Úkraínu síðast þegar liðin mættust - Gylfi með bæði
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið var rætt og ritað um þá ákvörðun Age Hareide að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í umspilsleiki íslenska landsliðið. Nú er framundan úrslitaleikur gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi á þriðjudaginn.

Gylfi var maður leiksins síðast þegar þjóðirnar mættust, en það var í undankeppninni þegar Íslands tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.

Ísland vann 2-0 sigur gegn Úkraínu á Laugardalsvellinum þann 5. september 2017 og skoraði Gylfi bæði mörk leiksins.

Fyrri viðureign liðanna í riðlinum fór fram í Kænugarði í september 2016. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli. Sá leikur var leikinn án áhorfenda þar sem Úkraína hafði fengið refsingu vegna óláta áhorfenda.

Ísland og Úkraína hafa mæst fjórum sinnum í A-landsliðum karla. Hvort lið um sig hefur unnið einu sinni, og tvisvar hafa liðin gert jafntefli. Úkraína er sem stendur í 24. sæti styrkleikalista FIFA, en Ísland er í 73. sæti.
Athugasemdir
banner
banner