Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. ágúst 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Uppalinn og tekur þessu persónulega þegar liðinu gengur ekki vel
Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi Karl Bjarkason úr ÍR er ICE leikmaður 18. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri gegn KFA í umferðinni.

KFA komst yfir í leiknum með marki í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik tók Bragi yfir. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 58. mínútu og skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna bili þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

„'Game over' og Ágúst Unnar Kristinsson skorar svo fjórða markið á 85. mínútu. Bragi með sína þrennu og Hinrik Harðarson þarf að bíða," sagði Sverrir Mar í Ástríðunni. Hinrik skoraði þrennu fyrir Þrótt í umferðinni.

„Bragi stígur upp í seinni hálfleik, tekur yfir leikinn og klárar hann fyrir sitt lið. Uppalinn ÍR-ingur sem tekur þessu persónulega þegar liðinu sínu gengur ekki vel," sagði Sverrir.

Bragi er tvítugur og hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum. Hann hefur spilað 46 leiki í deild og bikar með ÍR og skorað tólf mörk.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum

Nítjánda umferðin:
föstudagur 26. ágúst
18:00 Ægir-Njarðvík (Þorlákshafnarvöllur)
19:15 Haukar-ÍR (Ásvellir)

laugardagur 27. ágúst
14:00 Reynir S.-Magni (BLUE-völlurinn)
14:00 KFA-Þróttur R. (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Völsungur-Höttur/Huginn (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 Víkingur Ó.-KF (Ólafsvíkurvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Chico (ÍR)
2. umferð - Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
3. umferð - Kristófer Óskar Óskarsson (Magni)
4. umferð - Sævar Gylfason (KF)
5. umferð - Izaro (Þróttur)
6. umferð - Dimitrije Cokic (Ægir)
7. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
8. umferð - Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
9. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
10. umferð - Miroslav Zhivkov Pushkarov (Þróttur R.)
11. umferð - Marteinn Már Sverrisson (KFA)
12. umferð - Ólafur Darri Sigurjónsson (Haukar)
13. umferð - Ivan Jelic (Reynir S.)
14. umferð - Áki Sölvason (Völsungur)
15. umferð - Hinrik Harðarson (Þróttur R.)
16. umferð - Hjörvar Sigurgeirsson (Höttur/Huginn)
17. umferð - Matheus Gotler (Höttur/Huginn)
Ástríðan - 17. og 18. umferð í 2. deild - Njarðvík í Lengjuna og deildin er búin, eða hvað?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner