Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 27. maí 2018 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah sjálfur vongóður um að hann verði með á HM
Salah fór meiddur af velli í gær.
Salah fór meiddur af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Eins og alþjóð veit fór Mohamed Salah meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Sjá einnig:
Myndband: Augnablikið þegar Salah meiddist

Salah lenti í baráttu við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, og varð fyrir axlarmeiðslum við það. Hann gat ekki haldið áfram og það hafði klárlega áhrif á útkomu leiksins enda hefur Salah verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu. Liverpool tapaði 3-1.

Upphaflega var talið að meiðslin væru mjög alvarleg og var strax talað um það að Egyptinn myndi missa af HM í Rússlandi, sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Egyptar lýstu hins vegar strax yfir bjartsýni og nú hefur Salah sjálfur gert það.

„Þetta var mjög erfitt kvöld en ég er baráttujaxl. Ég er bjartsýnn á að komst til Rússlands og gera ykkur öll stolt. Ást ykkar og stuðningur mun gefa mér styrkinn sem ég þarf," skrifar Salah á Twitter við góðar undirtektir.

Sagt er Salah þurfi þrjár vikur til að jafna sig en fyrsti leikur Egyptalands á HM er gegn Úrúgvæ 15. júní.

Egyptaland er í A-riðli mótsins með heimamönnum í Rússlandi, Úrúgvæ og Sádí-Arabíu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner