Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mán 27. júlí 2020 22:35
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári um dómarann: Maður má aldrei 'commenta' á svona
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Úr því sem komið var, búnir að vera undir og vorum ekki alveg að finna taktinn, þá er ég svo sem sáttur með að ná stigi en fyrirfram var ekkert í boði nema þrjú stig. Við náðum ekki alveg takti í dag og erum ekki nægilega sáttir með það og því fór sem fór," voru fyrstu viðbrögð Davíðs Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, eftir 1-1 jafntefli gegn Þrótti Vogum í 2. deild karla.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  1 Þróttur V.

Kórdrengir fengu úrval af færum í leiknum en ná bara að skora eitt mark. Hvað fór úrskeiðis í sóknarleik Kórdrengja í kvöld?

„Já það var líka þannig á móti Selfossi. Við vorum með algjöra yfirburði í þeim leik, en vorum í basli fyrir framan markið. Við vorum ekki með algjöra yfirburði í dag en við vorum samt sem áður í basli fyrir framan markið sem við erum að vinna í að laga."

Þórður Már, dómari, var ekki á deginum sínum í kvöld og var mikill hiti inn á vellinum. Mikill pirringur var inn á vellinum og sérstaklega í síðari hálfleik.

„Maður má aldrei commenta á svona, þá verður maður bara litinn einhverju hornauga. Það er erfitt að segja eitthvað um það. Ég vill helst bara segja sem minnst um það, þetta er bara eins og það er og við verðum að taka því sem kemur."

Leikurinn gat dottið báðum megin en það var sótt á báða bóga síðasta korterið í kvöld.

„Já, þetta opnaðist gríðrlega undir lokin. Við byrjum leikinn gríðarlega vel og vorum frábærir fyrstu 15-20 og það var upplegg okkar að byrja með krafti. Við vorum virkilega ósáttir með tapið á móti Selfossi og ætluðum að mæta hér til leiks í dag og sækja stigin þrjú. Svo róast leikurinn aðeins niður og fer að snúast um allt annað en fótbolta, mikið um baráttu og þetta verður svona baráttuleikur, verður hálf leiðinlegur fótbolti. Auðvitað hefðum við geta unnið þetta í lokin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner