Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 14. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dortmund fær 16 ára undrabarn frá Ekvador (Staðfest)
Mynd: Fabrizio Romano
Borussia Dortmund hefur gengið frá samningum við hinn 16 ára gamla Justin Lerma en það er Fabrizio Romano sem greinir frá tíðindunum.

Lerma kemur frá Ekvador og er á mála hjá Independiente í heimalandinu.

Leikmaðurinn spilar stöðu sóknartengiliðs og hefur þegar leikið tvo leiki á leiktíðinni.

Hann hefur nú gert samkomulag um að ganga í raðir Borussia Dortmund í Þýskalandi, en hann mun ekki halda til Þýskalands fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri.

„Hann er einn efnilegasti Suður-Ameríkumaðurinn sinnar kynslóðar og erum við spennt að fá hann hingað til Dortmund,“ sagði Sebastian Kehl, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner