Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 14. maí 2024 10:01
Brynjar Ingi Erluson
Ramos í MLS-deildina?
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: EPA
Sergio Ramos, varnarmaður Sevilla á Spáni, gæti verið á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Athletic greinir frá.

Varnarjaxlinn sneri aftur til Sevilla síðasta sumar um það bil nítján árum eftir að hafa farið til Real Madrid.

Gengi Sevilla á þessari leiktíð hefur verið slakt og er útlit fyrir að Ramos ætli ekki að framlengja samning sinn, sem rennur út eftir þetta tímabil.

Athletic segir að Ramos sé í viðræðum um að ganga í raðir San Diego í Bandaríkjunum.

San Diego mun spila sitt fyrsta tímabil í MLS-deildinni á næsta ári og er félagið farið að undirbúa leikmannahópinn.

Félagið vill einnig ganga frá viðræðum við mexíkóska landsliðsmanninn Hirving Lozano, sem er á mála hjá PSV Eindhoven í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner