Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 14. maí 2024 10:17
Elvar Geir Magnússon
Varane fer frá Man Utd eftir tímabilið (Staðfest)
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Franski varnarmaðurinn Raphael Varane mun yfirgefa Manchester United þegar samningur hans rennur út í sumar. Félagið hefur staðfest þetta.

Hinn 31 árs gamli Varane hefur verið þrjú síðustu tímabil á Old Trafford og leikið 93 leiki síðan hann kom frá Real Madrid 2021.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Frakklands var hluti af United liðinu sem vann deildabikarinn 2023.

„Allir hjá United vilja þakka Rapha fyrir hans þjónustu og óska honum alls hins besta fyrir framtíðina," segir í yfirlýsingu félagsins.

Manchester United ákvað að nýta sér ekki ákvæði um að framlengja um eitt ár.

„Varane var frábær á síðasta tímabili og samstarf hans með Lisandro Martínez var grunnurinn að því að United endaði í þriðja sæti. En hann hefur ekki náð að fylgja því eftir og aðallega vegna eigin meiðslavandræða. Það virðist besta lausnin fyrir alla aðila að leiðir skilja," segir Simon Stone, íþróttafréttamaður BBC.


Athugasemdir
banner
banner
banner