Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 14. maí 2024 08:34
Innkastið
„Skil ekki hvernig hann getur verið í svona slæmu standi sem atvinnumaður“
Ísak Snær Þorvaldsson er hjá Breiðabliki á láni frá Rosenborg.
Ísak Snær Þorvaldsson er hjá Breiðabliki á láni frá Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 3-0 útisigur gegn Fylki í Bestu deildinni á sunnudag. Ísak Snær Þorvaldsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni fyrir Blika eftir að hann kom aftur til félagsins á láni frá Rosenborg.

Sæbjörn Steinke spurði í í Innkastinu hvernig Ísak hefði staðið sig?

„Ekki sérstaklega vel. Hann er ekki í nægilega góðu standi," sagði Elvar Geir Magnússon og Valur Gunnarsson greip boltann:

„Hann er bara í slæmu standi. Mér fannst hann bara þéttur á vellinum. Ég var í smá sjokki og þessi hvíti búningur var ekki að hjálpa honum. Ég skil ekki hvernig hann getur dottið í þetta stand sem atvinnumaður," sagði Valur.

Í Stúkunni á Stöð 2 Sport var einnig rætt um standið á Ísak.

„Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.

Ísak fór í aðgerð vegna kviðsslits í janúar og var í meðhöndlun hjá Rosenborg þangað til hann var lánaður í Breiðablik.

„Við vissum að það væri eðlilega svolítið í leikformið hjá honum. Við erum bara að vinna í því, hann æfir vel, er duglegur og engar áhyggjur af honum. Við vissum alveg að það tæki nokkrar vikur að koma honum í sitt besta stand," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik um formið á Ísak í viðtali í lok apríl.
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Athugasemdir
banner
banner