Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 15. ágúst 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sampdoria að krækja í Tammy Abraham
Abraham hefur skorað 14 mörk fyrir yngri landslið Englands.
Abraham hefur skorað 14 mörk fyrir yngri landslið Englands.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Sampdoria er nálægt því að krækja í Tammy Abraham, sóknarmann Chelsea. Abraham kæmi til félagsins á lánssamning með kaupmöguleika, en hann er einnig eftirsóttur af nokkrum af sterkustu liðum Championship deildarinnar.

Abraham er uppalinn hjá Chelsea og hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum fyrir aðalliðið síðan hann fékk fyrst að spreyta sig 2016.

Hann var lánaður til Bristol City tímabilið 2016-17 þar sem hann lék með Herði Björgvini Magnússyni og gerði 23 mörk í 41 deildarleik. Bristol endaði í 17. sæti Championship deildarinnar það tímabilið.

Á síðasta tímabili féll Abraham svo með Swansea City úr úrvalsdeildinni. Hann gerði 5 mörk í 31 deildarleik og skoraði tvö mörk að auki í FA bikarnum og eitt í deildabikarnum.

Abraham þykir gríðarlega efnilegur og hefur verið iðinn við markaskorun með yngri landsliðum Englands. Hann verður 21 árs í október.

Hjá Sampdoria eru fjórir sóknarmenn fyrir, Gianluca Caprari, Dawid Kownacki, Gregoire Defrel og Fabio Quagliarella.
Athugasemdir
banner
banner