Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 14. september 2019 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deeney um Firmino: Sá besti í augnablikinu
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, sýndi flotta frammistöðu þegar Liverpool vann Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu. Hann kom inn á sem varamaður og stóð sig vel.

Firmino skoraði ekki, en hann er ávallt gríðarlega mikilvægur fyrir sitt lið. Hann lagði upp þriðja og síðasta mark Liverpool í leiknum, fyrir Mohamed Salah. Sendingin var stórkostleg og má sjá hana neðst í fréttinni.

Troy Deeney, sóknarmaður Watford, er ekki að spila þessa stundina vegna meiðsla. Hann fór því í sjónvarpið í dag og var sérfræðingur hjá Sky Sports. Hann hrósaði Firmino mikið.

„Ég held að hann sé líklega besti sóknarmaður (nían) í deildinni. Að mínu mati alla vega," sagði Deeney.

„Ef þú ert knattspyrnustjóri, þá viltu hafa einhvern sem getur lokað vel á varnarlínuna einn síns liðs, tengt spilið saman, komið stutt - hann skorar mörk og leggur upp. Hann er sá besti í augnablikinu."


Athugasemdir
banner
banner