Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 30. apríl 2009 07:06
Magnús Már Einarsson
3.deild: Hvað er að frétta af KFS?
Hjalti Kristjánsson.
Hjalti Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Að þessu sinni er ferðinni heitið til Vestmannaeyja þar sem kíkt verður á stemninguna hjá KFS sem leikur í 3.deildinni.

Hjalti Kristjánsson er sem fyrr þjálfari liðsins og hann svaraði nokkrum spurningum.


Hvernig er stemmningin hjá KFS þessa dagana? Miður okkar eftir tap gegn Árborg um helgina, þar sem við klúðruðum stöðuyfirburðum, við erum enn að sjóða saman móralinn, menn koma frá ÍBV, Reykjavík og úr Eyjum, eiginlega 3 hópar. Er að hugsa þessa dagana, hvernig við getum aukið samheldnina, þótt mér finnist hugarfar leikmanna inni á vellinum ágætt og talandi að komast í gott lag þar.

Hvernig er liðið uppbyggt? Einn hópur æfir með ÍBV(4 leikmenn), annar með okkur í Eyjum og sá 3. í Reykjavík(2-3 ÍBV-arar þar enn). Erum með 7 leikmenn að láni frá ÍBV og höfum opinn aðgang að leikmönnum 2. flokks ÍBV, sem spila undir merkjum ÍBV/K. F. S. í sumar, í keppni 2. flokks. Er í nánu samstarfi við tannlækninn minn, Heimi Hallgrímsson, um leikmenn ÍBV, síðan er ég læknirinn hjá ÍBV-liðinu. Veit ekki hvort hann sér um tannhirðu allra í K. F. S.! Loks er leikmaður ársins 2008 hjá K. F. S. að koma frá námi í USA í næstu viku. E-r gamlir jaxlar eru líka að byrja að sjást á æfingum eins og oft á vorin, venjulega skila sér 1-2 í e-a leiki. Það er því flókið að pússla þessu saman, auk þess að í vor hafa að meðaltali forfallast 2-3 leikmenn rétt fyrir leik. Ég er því hættur að mæta með leikplan í búningsklefann, bý það til þar. Það þýðir þess vegna ekkert að njósna um okkur, við vitum ekki sjálfir fyrr en kortéri fyrir leik hverjir byrja inn á!

Verða einhverjar gamlar kempur úr ÍBV með ykkur í sumar? Ekki ljóst enn þá, bind mestar vonir við Hlyn síunga Stefáns. og Palla Hjarðar, gamla ,,félaga" minn úr U-21-landsliðinu, þar, sem ég hef verið læknir ´frá 1998.

Nokkrir leikmenn hafa komið til KFS á láni frá ÍBV. Er samstarfið að aukast á milli félaganna? Já, eykst með hverju árinu. Heimir lánaði leikmennina snemma, fyrr en áður hefur verið gert, það hefur hjálpað mikið. Höfum líka spilað 3 leiki innbyrðis og sá 4. er í undirbúningi. Við Heimir kláruðum og endurnýjuðum UEFA-A saman og hann er gamall fyrirliði K. F. S.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað hjá ykkur? Ekki enn komið gervigras til Eyja, svo við höfum lagt áherslu á marga æfingaleiki í borginni á gervigrasi, byrjuðum í byrjun okt., höfum alls spilað 15 leiki með Deildabikarnum. Byrjum á grasi í Eyjum í næstu viku. Höfum æft í Týsheimilinu og Íþróttamiðstöðinni, í Reykjavík á K. R.-frímerkjum með góðum vilja K. R.-inga, takk fyrir það, og í Sporthúsinu. Auglýsi hér með eftir góðum leikmönnum í Reykjavík til að æfa þar og keppa með okkur í sumar(hringið í 481-2632 eða 698-2632), það er óborganlegt að spila með Eyjaliði, spyrjið þá, sem hafa reynt það með okkur!

Nú ertu að þjálfa lið KFS 18 árið í röð, stefnir þú á að ná 20 árum? Já og það, sem meira er, er í betra formi, en ég hef verið í 15 ár og stefni að leik í sumar. Tábrot, kálfa- og náratognun hafa þó truflað mig, en er að komast í gang aftur!

Ertu sáttur við árangur liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikar? Nei, þoli enn ekki að tapa, töpin hafa verið of mörg. Er búinn að læra mjög margt um hvað við megum ekki gera!

Hver er helsti styrkleiki ykkar? Misjafnt enn þá, stundum markvarslan, stundum vörnin, stundum miðjan, stundum centerinn og stundum vængirnir, það vantar sem sagt stöðugleika enn þá! Kannske er helsti styrkleikinn okkar gott úrval leikmanna, mitt verður að búa til betra lið úr þessum góðu leikmönnum.

Hvert er markmið liðsins í sumar? Að fara upp í 2. deild, hef séð þá hliðina á liðinu í vor, en líka hlið, sem dygði varla í miðjan riðil.

Er einhver leikmaður úr ykkar liði sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar? Já, Anton Bjarnason og Jónatan Guðbrandsson, aðrir verða að koma mér skemmtilega á óvart! Fullt af flottum efnum, undir þeim komið, en ekki hvað ég held.

Hvaða lið telur þú sigurstranglegast í 3. deildinni í sumar? Ýmir, Augnablik, Dalvík/Reynir, KV, Sindri, K. B., veit það ekki, kannske Sindri, ef þeir fá sinn venjulega fjölda af júggum, eða Ýmir. Sjaldan verið jafnerfitt að tippa á þetta, keppnin harðar með hverju árinu. Árborg gæti farið langt, ef þeir verða jafnsniðugir og gegn okkur og koma sér í betra form.

Eitthvað að lokum? Talið við Kristínu í 843-4312, ef ykkur vantar Leukotape á félagaafslætti, það veitir ekki af eftir nýjustu verðhækkun apótekanna! Munið svo yngri menn, að fótbolti er list og lífsstíll, ekki bara leikur, endurspeglar lífsbaráttuna á skemmtilegan/lærdómsríkan hátt og kennir manni aga, bjargaði lífu mínu einu sinni, svo ekki hætta of snemma, það kemur ekkert í staðinn fyrir fótbolta, nema spik!

Eldra úr liðnum Hvað er að frétta?

1.deild:
Víkingur Ólafsvík (26.mars)

2.deild:
BÍ/Bolungarvík (29.apríl)
Hamar (21.apríl)
ÍH/HV (17.apríl)
Reynir Sandgerði (3.apríl)

3.deild:
Draupnir (25.mars)
Einherji (16.apríl)
KFR (31.mars)
KFS (30.apríl)
Athugasemdir
banner