Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 10:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Ægir sneri aftur eftir níu mánaða fjarveru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ægir Arnarsson sneri aftur á völlinn í gær þegar hann kom inn á í lið FH gegn Þrótti Reykjavík í æfingaleik. Jóhann sleit krossband í júlí í fyrra og hafði ekki spilað síðan í lok júní. Það voru því liðnir 280 dagar frá síðasta leik.

FH vann leikinn 3-0 og voru það félagar Jóhanns á bekknum sem sáu um að skora mörkin.

Jóhann er 21 árs varnarmaður sem uppalinn er hjá FH og lék sína fyrstu keppnisleiki sumarið 2021.

Í fyrra lék Jóhann tíu leiki í deild og tvo leiki í Mjólkurbikarnum áður en hann meiddist.
Athugasemdir
banner
banner
banner